Hluthafafundur Skyggnis Eignarhaldsfélags hf.

Hluthafafundur Skyggnis eignarhaldsfélags hf. verður haldinn 26. júní 2025, kl. 10:00, í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37.

Dagskrá fundarins

1. Tillaga um lækkun hlutafjár félagsins með greiðslu til hluthafa

Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um að hlutafé félagsins verði lækkað á genginu 93,09103324 um kr. 17.187.477 að nafnverði í hlutaflokki almennra hluta, úr kr. 123.854.245 í kr. 106.666.768, með greiðslu til hluthafa að fjárhæð sem nemur um kr. 1.600.000.000. Verði tillagan samþykkt mun grein 2.1 í samþykktum félagsins breytast þannig að hlutafé félagsins lækki úr kr. 123.854.245 í kr. 106.666.768 í hlutaflokki almennra hluta.

2. Önnur mál

Ástæða lækkunarinnar er að færa hluthöfum útgreiðslu umfram það sem nauðsynlegt er til rekstrar og fjármögnunar félagsins að teknu tilliti til núverandi fjárhagsstöðu og framtíðarþarfa félagsins. Lækkunin fer fram með greiðslu reiðufjár til hluthafa.

Reykjavík, 19. júní 2025

stjórn Skyggnis Eignarhaldsfélags hf.